Uppistand í formi tónlistar

Við gerum góða veislu enn betri! 

Við mætum með gítarinn og húmorinn að vopni og með það markmið að koma ykkur í góða skapið, létta lundina og virkja hláturtaugarnar. 

Tvíræðni og neðanbeltis húmor príða einstaklega falleg og skemmtileg dónajólalög.

Bókaðu öðruvísi jólaskemmtun fyrir jólagleðina 


Hljómsveitin 

Hljómsveitin Bergmál skipa gleðikonurnar Selmu Hafsteinsdóttur og Elísu Hildi Þórðardóttur. Þær hafa starfað saman í meira en 10 ár, ávallt með gleðina og húmorinn á lofti. 


Selma er einstaklega lítil og ljóshærð, "saklaus" lífvera með flauelsmjúka rödd og einstaka frásagnar og dans hæfni. 

Elísa Hildur, þessi músabrúnhærða, er í fullkominni meðalstærð og getur gert tvennt í einu, spilað á gítar og syngið inn í hjörtu fólks á sama tíma.


Saman eru þær einstakt dúó með fallegar raddir, þrusu söngkonur og frábærir lagahöfundar og á sama tíma ógeðslega fyndnar, skemmtilegar og ekki má gleyma, hógværar. 

Einkunnarorð Hljómsveitarinnar

Gleði

Við lengum líf þitt með tónlistinni okkar, enda riddarar gleðinnar. Heilinn þinn mun framleiða extra mikið af gleðihormóninum Serótónín þegar þú hlustar á tónlistina okkar.

Húmor

Við sjáum húmorinn í öllu. Það er nóg af leiðindum í hinu daglega lífi þannig við viljum hjálpa þér að finna húmorinn og gleðina, fíflast og hlægja. Tvíræðni og neðanbeltis húmor prýða textana í lögunum okkar.

Gaman

Við viljum hafa gaman og við viljum að þið hafið gaman því þá er svo gaman!

Dónajólin eru frábær leið til að þjappa fólki saman, ísbrjótur í veisluna og gleðisprengja í daginn.

Fyrir hverja eru Dónajól?

Fyrir alla gleðipinna sem vilja gleði og húmor í líf sitt og þeirra sem þeim þykir vænt um.


Dónajól eru hin fullkomnma skemmtun fyrir:

Vinnustaðinn, árshátíðina, matarboðið, jólagleðina, gæsun/steggjun, brúðkaupið og allar gleðilegar stundir.

Umsagnir glaða fólksins

Steinbjörn Stone Logasson

Jón Guðmundsson

Rósa Lyng Svavarsdóttir

Bergmál tóku að sér veislustjórnun fyrir árshátíð hjá mér nýlega og það er óhætt að segja að þær tóku fram úr öllum væntingum.

Á fyrrum árshátíðum hefur oft reynst erfitt fyrir veislustjóra að halda athygli gesta en stelpurnar náðu því svo sannarlega. Einstaklega fyndin atriði, söngurinn frábær og viðmótið sem þær sýndu verkefninu var óaðfinnanlegt.

Vitiði það að ég hætti ekki að hlægja á tónleikum með þeim. Brjálæðislega skemmtilegar, hæfileikaríkar söngkonur og klikkaðir lagasmiðir!



Þær skemmtu á jólahátíð kennara og slógu í gegn. Ekki bara fyndnar og skemmtilegar heldur syngja þær og spila eins og englar. 

Best geymda leyndarmál skemmtanabransans en eiga alls ekki að vera það. Bókaðu þær núna!

Viltu meiri dónaskap í lífið?

Tékkaðu þá á heimasíðu Bergmáls þar er að finna heilsárs gleði og tónlist troðfull af húmor fyrir allar árstíðir.

Smáa letrið:


Algengar aukaverkanir eftir Dónajól

Magakrampar og spasmi í bros vöðvana, ótímabært þvaglát, 

mikil aðdáun á jólasveininum Askasleiki og óvenju mikil löngun í Uppstúf.